Jarðvegssýnin 2020

Vegna bilunar í ICP-MS hefur okkur ekki enn tekist að mæla stein- og snefilefni í jarðveginum. Við biðum í háflan mánuð eftir varahlut sem kom á þriðjudaginn til landsins frá USA en hann reyndist bilaður. Snillingur á Akranesi Flemming að nafni náði að laga það sem var bilað í búnaðinum Við settum af stað keyrslu í fyrradag og þá fór kyndillinn í tækinu. Við áttum annan til vara en hann reyndist vera gallaður í pakkningunni. Þetta lítur kannski út eins og fyrirtækið i Bandaríkjunum sé ekki vandað en við höfum annars góða reynslu af því og nú erum við að bíða eftir að þeir komi kyndli í flugvél í dag og vonumst til að fá varalhlutrinn afgreiddan um helgina. Okkur finnst þetta afar leiðinlegt og lofum að næsta haust munum ráða manneskju til að sjá eingöngu um undirbúning jarðvegssýna og þá munum við afgreiða jarðvegssýnin jafnhliða heysýnum. Þetta haustið er metfjöldi jarðvegssýna og eftir metár í heysýnum byrjuðum við heldur seint í jarðvegssýnum. Síðan kemur þessi bilun og því fór sem fór en við ætlum að vera búin að mæla þessi jarðvegssýni fyrir jól og senda ykkur niðurstöður milli jóla og nýárs !

 

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.