Stofnendur Efnagreiningar ehf eru Elísabet Axelsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri og Arngrímur Thorlacius dósent í efnafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Elísabet er búfræðingur frá Hvanneyri og hefur stundað nám í Viðskipta- og tölvuskólanum. Hún var bústjóri í 10 ár með mannahald og bókhald. Hún starfaði við efnagreiningar í 13 ár við Rannsóknastofu Landbúnaðarháskóla Íslands.
Arngrímur er efnagreiningarsérfræðingur, menntaður í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Björgvin, með mælingar snefilfrumefna sem sérsvið. Hann hefur unnið við efnagreiningar nærri alla sína starfsævi bæði innanlands og utan.
Efnagreining ehf var fyrstu 5 árin í húsnæði Bændasamtaka Íslands (Gömlu nautastöðinni) Sumarið 2020 var starfsemin flutt á Akranes og hóf starfsemi þar í september 2020.