18. maí. 2016

Jarðvegssýni frá áhugafólki í garðrækt eru að tínast inn um þessar mundir. Eftirfarandi auglýsing liggur frammi í Garðheimum og einnig birtist hún í Garðyrkjuritinu sem kom út núna í apríl.

Þú sem að ræktar garðinn þinn !

Áður en þú berð á þarftu að vita hvaða efni vantar í moldina þína.

Var lítil uppskera úr kartöflugarðinum hjá þér ? Voru kartöflurnar ljótar ?
Var grasflötin hjá þér gul ? Kom ekkert gras ?
Voru trén visin og ljót ? Spretta þau illa ?

Ef þú kannast við eitthvað af framantöldu eða hefur önnur vandamál í garðræktinni  getum mælt í moldinni þinni sýrustig, leiðni, heildar N eða stein- og snefilefni.

Verð á  jarðvegsmælingum án vsk
Leiðni 1965.-  ( Þessi mæling gefur gróft mat á jarðvegi, hvort hann er efnasnauður/ríkur)
Sýrustig 1766.- (oft dugar að vita í sýrustig í karöflugörðum)
Heildar N 3779.-
Stein- og snefilefnamæling 8000.-
Innifalið í þeirri greiningu er: Ca, Mg, K, Na, P, S, Mn, Zn og Cu.   Einnig sýrustig, rúmþyngd og áburðarleiðbeiningar ef óskað er.

Takið sýni  úr efstu lögum jarðvegsins (5-10cm), setjið sýnið í plastpoka með með renndu loki eins og fæst í IKEA eða annað ílát t.d majonesdós 100-200gr og sendið okkur í pósti. Sendið með upplýsingar um sendanda og hvaða mælinga er óskað.
Efnagreining ehf
Lækjarflóa 10 A
300 Akranes

Tölvupóstfang: beta@efnagreining.is
Sími  6612629.

 

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.