Efnagreining ehf

Efnamælingafyrirtæki með aðsetur að Lækjarflóa 10 a, Akranesi

 

Efnagreining ehf. er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í ýmis konar efna- og örverufræðigreiningum.

Viðskiptavinir eru m.a. bændur, eigendur matvæla-, fæðubóta og sprotafyrirtækja, hestamenn, eigendur golf- og íþróttavalla einnig áhugafólk um garðrækt.

Meðal mælinga eru:

  1. Stein- og snefilefnagreiningar
  2. Hraðvirkar prótein-, trénis- og meltanleikamælingar í heyi (NIR-greiningar)
  3. Snefilfrumefnagreiningar (Getum mælt flest frumefni í lotukerfinu í mjög lágum styrkjum)
  4. Orkuefnamælingar. Prótein, fita, kolvetni, aska, þurrefni og tréni.
  5. Sýrustigsmælingar
  6. Leiðnimælingar
  7. Ýmsar örverumælingar, t.d. á heildarbakteríufjölda í vatni og fleiru.  Einnig greining á kólígerlum.
  8. Ýmislegt fleira t.d sýrur, klóríð og sterkja

Fyrirtækið tekur við sýnum á staðnum og með pósti eða frá flutningsfyrirtækjum um land allt

Sýnum skulu fylgja upplýsingar um sendanda (Nafn, heimilisfang, kennitölu og tölvupóstfang) sýnatökustað, dags. og þær rannsóknir sem verið er að fara fram á að séu gerðar. Ef annar en sendandi á að taka við niðurstöðum/reikningi skal það koma fram.

Móttaka á sýnum er ávallt staðfest með tölvupósti eða símtali þar sem er staðfest hvaða mælingar er verið að fara fram á og áætluð verklok.

Niðurstöður eru síðan sendar ásamt reikningi, einnig með tölvupósti.

 

Comments are closed.