Örveru- og lífefnastofa

Við höfum tekið í notkun örveru- og lífefnarannsóknastofu. Höfum lagt mesta áherslu á að setja upp aðferðir fyrir örverugreiningar. Getum gert hraðpróf á vatnssýnum til að finna heildarfjölda gerla og hvort coliforms, þar á meðal e-coli eru þar á meðal.

Þetta einfalda próf tekur aðeins tvo sólarhringa og hentar vel til að skoða heilæmi vatns hjá þeim sem eru með eigin vatnsból.

Erum einnig með plötulesara (plate reader) og getum því framkvæmt margvísleg ensím- og ELISApróf. Þetta veitir möguleika til að magngreina mikinn fjölda mismunandi greiningarefna. Þurfum þó einhvern fyrirvara til að panta viðeigandi prófefni (test kit). Endilega hafið samband til að fá nánari upplýsingar.

 

This entry was posted in Greiningar. Bookmark the permalink.

Comments are closed.