Er heyið þitt nógu gott fyrir hestinn?

Heyefnagreiningar við allra hæfi

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar sem eru sérsniðnar að þörfum hestamanna. Niðurstöðurnar eru á mannamáli þar sem gefin eru upp viðmið og einnig eru alveg nýtt hjá okkur að reikna út hvað mörg kíló þú þarft að gefa hestinum þinum á dag, reiknað út frá fóðureiningum í þínu heyi. Þá er gefið upp hvað mörg kg þú þarft að gefa, miðað við hvort um viðhaldsfóður er að ræða, létta brúkun eða mikla brúkun. Við hjá Efnagreiningu ehf leggjum árherslu á persónulega þjónustu og gott verð. Þið getið hringt í okkur ef þið þurfið að spyrja út í greiningarnar og við erum með verð sem allir geta ráðið við.

Hvernig sendirðu okkur sýni ?

Okkur nægir að fá frá þér lítið sýni, 100-200 grömm af hverju sýni, 100 gr duga ef heyið er þurrt,það sparar líka póstkostnað að hafa sýnið ekki of stórt. Settu sýnið í plastpoka og settu í umslag (ekki verra að það sé fóðrað).

Sendu sýnið á:
Efnagreining ehf
Lækjarflóa 10 A
300 Akranes.

Sendu með upplýsingar um þig, nafn, heimilisfang, póstnúmer, stað, kennitölu og tölvupóstfang. Sendu sýnið fyrripart viku svo að öruggt sé að það liggi ekki á pósthúsinu yfir helgi. Reynslan hefur sýnt að oftast kemur sýnið til okkar sólarhring eftir að það er póstlagt.

Verð á greiningum

Heyefnagreining 1: Prótein, meltanleiki og tréni mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar (FE). Útreiknuð fóðurþörf kg/hey á dag í þínu heyi. Verð krónur 3950.- án vsk.

Heyefnagreining 3: Prótein, meltanleiki og tréni mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar(FE).  Útreiknuð fóðurþörf kg/hey á dag í þínu heyi. Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, járn, kopar, mangan, zink og selen. Verð krónur 7950.- án vsk.

Hér fyrir ofan er mynd af niðurstöðublaði sem er með öllum mælingum þ.e Heyefnagreining 3. Ef þú smellir á myndina sérðu hana í stærri upplausn. Heyefnagreining 1 er sama niðurstöðublað nema án stein- og snefilefna.

 

 

This entry was posted in Greiningar. Bookmark the permalink.

Comments are closed.