Nýjast efst

 

Nú er góður tími til að senda okkur jarðveg

Ertu í ræktunarhugleiðingum ? Nú er góður tími til að senda okkur jarðveg.  Það er nauðsynlegt að vita hvernig ástandið á moldinni er þ.e hvernig áburður hentar þér. Fyrir áhugasama sendu tölvupóst beta@efnagreining.is eða hringdu s. 6612629

 

Breytt heimilisfang

Við höfum flutt frá Hvanneyri til Akranes Nýtt póstfang okkar er: Efnagreining ehf Lækjarflóa 10 A 300 Akranes Sími  661-2629. beta@efnagreining.is  

 

Niðurstöðublað hestahey sýnishorn

Við gerum heyefnagreiningar sniðnar að þínum þörfum. Niðurstöðublaðið sem hér fylgir með, sýnir hvernig við reiknum út kg/hey á dag á hest út frá greiningunni á þínu heyi fyrir: hest í viðhaldsfóðri hest í léttri notkun hest í mikilli brúkun. Viðmið fylgja á niðurstöðublaðinu. Verð fyrir minni greiningu: Meltanleiki, prótein, NDF og FE, án stein- og snefilefna 5.553.- Stærri greining við bætast stein- og snefilefni kostar  11.176.-  kr.  Verð eru … Lesa meira

 

Jarðvegsefnagreiningar fyrir áhugafólk í garðrækt

Greinum stein- og snefilefni í jarðvegi allt árið um kring !        

 

Örveru- og lífefnastofa

Við höfum tekið í notkun örveru- og lífefnarannsóknastofu. Höfum lagt mesta áherslu á að setja upp aðferðir fyrir örverugreiningar. Getum gert hraðpróf á vatnssýnum til að finna heildarfjölda gerla og hvort coliforms, þar á meðal e-coli eru þar á meðal. Þetta einfalda próf tekur aðeins tvo sólarhringa og hentar vel til að skoða heilæmi vatns hjá þeim sem eru með eigin vatnsból. Erum einnig með plötulesara (plate reader) og getum … Lesa meira

 

Er heyið þitt nógu gott fyrir hestinn?

Heyefnagreiningar við allra hæfi Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar sem eru sérsniðnar að þörfum hestamanna. Niðurstöðurnar eru á mannamáli þar sem gefin eru upp viðmið og einnig eru alveg nýtt hjá okkur að reikna út hvað mörg kíló þú þarft að gefa hestinum þinum á dag, reiknað út frá fóðureiningum í þínu heyi. Þá er gefið upp hvað mörg kg þú þarft að gefa, miðað við hvort um viðhaldsfóður er … Lesa meira

 

Nýr vefur

Vorum að taka í notkun nýjan vef. Nú verður auðveldara fyrir okkur að setja inn fréttir og leyfa viðskiptavinum okkar að fylgjast með starfseminni.  

 

2. september 2016

Veljum íslenskt ! Heysýnin streyma að þessa dagana. Okkur sýnist að við séum að fá fleiri sýni en í fyrra í fulla greiningu (NORFOR)  Við hvetjum bændur til að velja okkar ódýru og góðu þjónustu. Við erum alltaf í innri skoðun og í fyrra ef við vorum í vafa með niðurstöður innheimtum við ekki fyrir greininguna. Forsendur þess að við getum boðið hey- og jarðvegsefnagreiningar á þessu lága verði er … Lesa meira

 

23. júní 2016

Nú þegar Efnagreining ehf er að hefja sína aðra heysýnatörn er við hæfi að horfa um öxl og reyna að meta síðasta starfsár. Ekki er hægt annað en að gleðjast yfir hve vel bændur tóku þjónustu okkar frá fyrstu stund. Okkur bárust 1118 heysýni alls, sem var umfram björtustu vonir. Fjármögnun fyrirtækisins tók mun lengri tíma en búist var við og þetta setti undirbúningsfasann í nokkurt uppnám og minnkaði það … Lesa meira

 

18. maí. 2016

Jarðvegssýni frá áhugafólki í garðrækt eru að tínast inn um þessar mundir. Eftirfarandi auglýsing liggur frammi í Garðheimum og einnig birtist hún í Garðyrkjuritinu sem kom út núna í apríl. Þú sem að ræktar garðinn þinn ! Áður en þú berð á þarftu að vita hvaða efni vantar í moldina þína. Var lítil uppskera úr kartöflugarðinum hjá þér ? Voru kartöflurnar ljótar ? Var grasflötin hjá þér gul ? Kom … Lesa meira