2. september 2016

Veljum íslenskt !

Heysýnin streyma að þessa dagana. Okkur sýnist að við séum að fá fleiri sýni en í fyrra í fulla greiningu (NORFOR)  Við hvetjum bændur til að velja okkar ódýru og góðu þjónustu. Við erum alltaf í innri skoðun og í fyrra ef við vorum í vafa með niðurstöður innheimtum við ekki fyrir greininguna.

Forsendur þess að við getum boðið hey- og jarðvegsefnagreiningar á þessu lága verði er að bændur velji okkur frekar en erlenda efnagreiningarstofu. Kostnaður við að mæla stórar mæliseríur er allt annar en litlar keyrslur. Ástæða er til að benda bændum á að minnka heysýnin og lítill handbolti er nokkuð sem hægt er að miða við í stærð sýnis. Við erum að senda út niðurstöður í dag og um helgina.

 

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.